Ratsjáin 2025

Velkomin á fræðslusvæði Ratsjánnar! Ratsjáin er verkfæri ætlaði stjórnendum í ferðaþjónstu og tengdum greinum sem vilja auka hæfni sína og getu í rekstri. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið og er framkvæmdaaðili.

LOTA 1 - Grunnur að sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu

Myndband 1: Góðar fyrirmyndir í ferðaþjónustu
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir - Framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans

Myndband 2: Hugmyndafræði sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu
Rakel Eva Sævarsdóttir frá Trail sjálfbærniráðgjöf

Myndband 3: Sjálfbær ferðaþjónusta og umhverfisáhrif
Helena Óladóttir hjá KPMG

Myndband 4: Samspil samfélags og ferðaþjónustu
María Hjálmarsdóttir hjá Íslenska Ferðaklasanum

Verkefni og vangaveltur fyrir vinnustofuna

  • Veltið eftirfarandi spurningum fyrir ykkur og skrifið niður. Takið einnig upp samtalið á starfsmannafundi eða með ykkar framkvæmdateymi og fáið þeirra innsýn (þar sem það á við).

    Er heimurinn betri staður því fyrirtækið þitt/ykkar er starfandi?

    Hver er ég og hverju get ég lofað? / Hver erum við og hverju getum við lofað?

    Hvar erum þið stödd í dag í sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu?

    Hverjar eru helstu áskoranirnar að ykkar mati þegar kemur að því að vinna markvisst að sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu í fyrirtækinu?

    Hvernig hugarfar hafa stjórnendur í ykkar fyrirtæki? Eru þið hugrökk að ykkar mati?

    Hvernig skilgreinið þið og mælið árangur í dag?

    Eru þið að vinna með einhverjum aðilum í sjálfbærni málum?

    Hvernig sýnið þið gott fordæmi á sviði sjálfbærni í nærsamfélaginu?

    Hverjar eru ykkar fyrirmyndir í sjálfbærni? En í nærandi ferðaþjónustu?

Myndband 5: Markaðslegt virði sjálfbærni
Björgvin Sævarsson hjá Yorth Group

LOTA 3 - Sjálfbærnistefna og tækifæri til framtíðar

Myndband 1: Úrgangsmál og aðrar aukaafurðir, eru tækifæri þar?
Freyr Eyjólfsson hjá Sorpu

Myndaband 2: Hringrásarhagkerfið og tækifærin þar!
Þór Sigfússon hjá Íslenska sjávarklasanum

  • Framhald af sjálfmatinu í lotu 2

    Verkefni 1: „Speglun“ – Fáðu endurgjöf frá starfsfólki

    Tilgangur: Að fá heiðarlega og uppbyggilega innsýn í hvernig þú kemur fram sem leiðtogi.

    Framkvæmd:

    • Veldu 3-5 starfsmenn sem þú treystir og biddu þá að gefa þér nafnlausa endurgjöf um þín leiðtogahæfni.

    • Spurðu: Hvað geri ég vel sem leiðtogi? Hvar get ég bætt mig?

    • Skrifaðu niður lærdóm þinn og veldu eitt atriði sem þú ætlar að vinna sérstaklega í næstu þrjá mánuði.

    Verkefni 2: „Leiðtogi í aðgerð“ – Stígðu inn í nýtt hlutverk

    Tilgangur: Að æfa sig í nýjum áskorunum.

    Framkvæmd:

    • Settu þér markmið um að taka að þér leiðtogahlutverk í nýju verkefni, t.d. skipuleggja endurbætur á þjónustu eða leiða sjálfbærniverkefni.

    • Greindu hvað virkaði vel og hvað mætti bæta í stjórnunarstíl þínum eftir verkefnið.

    Verkefni 3: „Samskiptaáskorun“ – Bættu samskipti þín við starfsfólk

    Tilgangur: Að bæta samvinnu og traust innan teymisins.

    Framkvæmd:

    • Haltu vikulegan 10 mínútna spjallfund með starfsfólki þar sem þau geta tjáð sig um það sem gengur vel og hvað mætti bæta.

    • Æfðu þig í að hlusta án þess að grípa inn í eða dæma, og endurtaktu það sem starfsmaðurinn segir til að sýna að þú skiljir.

    Verkefni 4: „Áhersla á sjálfbærni“ – Leiðtogi í sjálfbærri ferðaþjónustu

    Tilgangur: Að efla sjálfbærni innan fyrirtækisins með skýrri stefnu.

    Framkvæmd:

    • Settu saman verkefni með starfsfólki þar sem þið kortleggið leiðir til að minnka kolefnisspor fyrirtækisins (t.d. minnkun sóunar, rafbílar, sjálfbær matarstefna).

    • Veldu eitt verkefni og innleicddu það á næstu sex mánuðum.

    • Haltu utan um árangurinn og deildu niðurstöðum með teymið til að efla innri hvatningu.

    Verkefni 5: „Nýsköpun í ferðaþjónustu“ – Hugsaðu út fyrir rammann

    Tilgangur: Að efla skapandi hugsun og leysa áskoranir í ferðaþjónustu.

    Framkvæmd:

    • Skipuleggðu hugmyndavinnufund með starfsfólki um hvernig hægt sé að bæta upplifun gesta eða auka sjálfbærni.

    • Leyfðu öllum að leggja til hugmyndir – ekkert er of stórt eða smátt.

    • Veldu eina nýsköpunarhugmynd og taktu fyrstu skrefin í að prófa hana í rekstrinum.

    Samantekt

    Sjálfsmat er lykilatriði fyrir stjórnendur sem vilja bæta leiðtogahæfni sína. Með því að nota spurningalista og fá endurgjöf frá starfsfólki geta stjórnendur áttað sig á styrkleikum sínum og veikleikum. Verkefni eins og speglun, samskiptaáskoranir og sjálfbærniátak geta hjálpað stjórnendum að verða betri leiðtogar í ferðaþjónustu og byggja upp sterkt og sjálfbært fyrirtæki.

    Verkefni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu.pdf 📄

    Verkefni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu.docx 📄

  • Skoðið sniðmátið og mátið við núverandi stefnu eða metið hvort geti nýst inn í ykkar vinnu við að setja ykkur sjálfbærnistefnu.

    Ratsjáin 2025 - Sjálfbærnistefna sniðmát.pdf 📄

    Ratsjáin 2025 - Sjálfbærnistefna sniðmát.docx 📄

Myndband 3: Vottanir, hvað hentar mínu fyrirtæki best?
Stefán Gíslason hjá Environice

Myndband 4: Hönnunarhugsun og upplifun með fókus á ferðaþjónustu
María Hjálmarsdóttir - MH ráðgjöf/ Íslenski Ferðaklasinn

Verkefni og vangaveltur fyrir vinnustofuna

Myndband 5: Regenerative Tourism and Community Youth Development
Jessica Aquino hjá Háskólanum á Hólum

LOTA 4 - Verkfæri og þróun

Myndband 1: Setjum öryggi í fyrsta sæti
Dagbjartur Brynjarsson hjá Ferðamálastofu.

Myndband 2: Flokkun úrgangs
Valgerður Sigrúnar Vigfúsardóttir frá Terra.

Verkefni og vangaveltur fyrir vinnustofuna

Myndband 3: Lýðvísindi og ferðaþjónustan
Ólöf Ýr Atladóttir, verkefnastjóri Nordic Regenerative Tourism

LOTA 5 - Framtíðarsýnin

Aðgerðir til að fylgjast með og mæla árangur sjálfbærnistefnu
Rakel Eva Sævarsdóttir frá Trail sjálfbærniráðgjöf

Stóra myndin
Ketill Berg Magnússon hjá Marel

Kynning á aðferðafræði First Mile
Milena frá Smart Behaviour

  • Undirbúið og æfið 60 sekúndna “pitch” / kynningu á ykkur (fyrirtækinu) og ykkar sjálfbærni vegferð. Nýtið ykkur story telling / frásagnartæknina til að gera kynninguna eftirminnilega.

    Engar glærur - bara þið í sviðsljósinu

    Munið - æfingin skapar meistarann!

  • Allar glærur frá NorReg ráðstefnunni um nærandi ferðaþjónustu sem var á Siglufirði dagana 11.-14. mars.

    Í fyrirlestrinum frá Debbie Clark - Center for good travel er tildæmis komið inn á mikilvægi storytelling

    NorReg 25 Deck

Storytelling / Frásagnartækni
Auður Ösp Ólafsdóttir hjá Sjóvá

Verkefni og vangaveltur fyrir lokadaginn á Akureyri