
Ferðaklasinn 10 ára í ár – Taktu þátt í þróuninni
Í haust fagnar Ferðaklasinn 10 ára afmæli og í tilefni þess verður gefið út afmælisrit þar sem litið verður yfir áhrif og þróun ferðaþjónustunnar frá stofnun klasans árið 2015. Ritið mun varpa ljósi á lykiláherslur á borð við sjálfbærni, nýsköpun, samkeppnishæfni og mikilvægi vistkerfisins fyrir samfélag og efnahag.
Til að tryggja að efnið endurspegli raunverulega stöðu og framtíð greinarinnar leitum við til þín. Við biðjum þig að taka þátt í stuttri viðhorfskönnun sem tekur einungis 5 mínútur. Þín sýn skiptir máli og mun nýtast við að móta framtíðina.
📊 Taktu þátt hér: https://www.surveymonkey.com/r/WTSVNL9
Ef þú ert ekki aðildarfélagi, samstarfsaðili eða þátttakandi í verkefnum Klasans getur þú sleppt þeim spurningum og einblínt á samkeppnishæfni greinarinnar.
Takk fyrir að vera hluti af þessari vegferð – við hlökkum til að fagna með þér!

Taktu þátt í Phoenix 4.0!
Lítil og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki geta nú sótt um þátttöku í Phoenix 4.0 – alþjóðlegu verkefni styrktu af Evrópusambandinu. Verkefnið býður upp á sérsniðna þjálfun, handleiðslu, tengslamyndun og möguleika á styrkjum að upphæð allt að €25.000 til að hrinda nýsköpunarhugmyndum í framkvæmd.

Hvernig mælum við raunverulegan árangur í ferðaþjónustu?
Ferðaklasinn fær styrk frá Rannís úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til rannsóknar á tengslum sjálfbærni og rekstrarhagkvæmni í ferðaþjónustu. Verkefnið snýst um að greina hvernig sjálfbærar lausnir geta aukið arðsemi og styrkt ímynd fyrirtækja í greininni ásamt því að endurskilgreina áhrif og arðsemi á fleiri þætti en einungis fjárhagslega.

Framtíð ferðaþjónustu: Gervigreind, sjálfbærni og áhrif ferðahegðunar
Hvernig getur gervigreind styrkt upplifun ferðamanna án þess að veikja mannlega þáttinn? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Milena S. Nikolova ræða framtíð ferðaþjónustu með áherslu á hegðun, sjálfbærni og nýsköpun.

📢 Ný áfangaskýrsla Ratsjárinnar: Sjálfbær og nærandi ferðaþjónusta í brennidepli
Ratsjáin 2025 leiddi saman 58 fyrirtæki í framsækið og hagnýtt ferli með áherslu á sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu. Í nýútkominni áfangaskýrslu má sjá hvernig þátttakendur dýpkuðu þekkingu sína, þróuðu eigin stefnu og styrktu tengslanet sitt – í takt við markmið Ferðamálastefnu 2030.

Ratsjáin rýkur af stað með fjölda þátttakenda um allt land
Ratsjáin fer af stað í áttunda skiptið með 62 þátttakendum víðsvegar af landinu. Verkefnið leggur áherslu á sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu og er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda fyrir framtíð íslenskrar ferðaþjónustu. Samhliða Ratsjánni hefst einnig samstarf Íslenska ferðaklasans og Háskólans í Reykjavík, þar sem nemendur veita fyrirtækjum sérsniðna sjálfbærniráðgjöf.

The Nordic Regenerative Tourism Conference 2025 Regenerative Tourism – Realism or Wishful Thinking?
Lokaráðstefna NorReg verður haldin á Siglufirði og Hólum. Í dagskránni verður leitast við að veita innsýn inn í forsendur nærandi ferðaþjónustu og tengsl hennar og uppruna í öðrum atvinnugreinum, s.s. landbúnaði og hönnun. Kynnt verða dæmi um starfsemi sem fellur að markmiðum nærandi ferðaþjónustu og rætt um hvernig megi tryggja þá sýn sem þessi nálgun byggir á í mótun atvinnugreinarinnar til framtíðar.

Ferðaþjónustan til móts til nýtt ferðaþjónustuár
Ferðaþjónustan hóf nýtt ár með krafti á árlegri Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar, þar sem rædd voru áhrif tækni, gervigreindar og samkeppnishæfni greinarinnar. Nýskipaður ráðherra ferðamála ávarpaði gesti, og niðurstöður viðhorfskönnunar KPMG varpa ljósi á áskoranir og tækifæri ferðaþjónustunnar árið 2025.