Bjóðum Önnu Katrínu velkomna!
Tanja Ýr Tanja Ýr

Bjóðum Önnu Katrínu velkomna!

Anna Katrín Einarsdóttir – nýr og öflugur liðsauki hjá Ferðaklasanum Framundan eru spennandi tímar og það gleður okkur sérstaklega að kynna Önnu Katrínu Einarsdóttur sem nýjan liðsmann í Ferðaklasanum. Hún kemur inn með dýrmæta reynslu, jafnvægi og góða nærveru sem mun tvímælalaust styrkja starf okkar á næstu misserum.

Read More
Samtal um framtíð ferðaþjónustu í Ölfus
Tanja Ýr Tanja Ýr

Samtal um framtíð ferðaþjónustu í Ölfus

Kynningarfundur ferðaþjónustunnar í Ölfusi, haldinn 20. nóvember í Ráðhúsi Ölfuss, markaði mikilvægt skref í sameiginlegri framtíðarsýn svæðisins. Ferðaþjónustuaðilar, fyrirtæki og samstarfsaðilar komu saman til að ræða uppbyggingu, ný tækifæri og áskoranir. Á fundinum var einnig undirritaður samstarfssamningur um inngöngu Ölfus Cluster í Íslenska Ferðaklasann — skref sem styrkir samvinnu og þróun ferðaþjónustunnar á svæðinu.

Read More
Ratsjáin með markaðsstofum landshlutanna 
Tanja Ýr Tanja Ýr

Ratsjáin með markaðsstofum landshlutanna 

Ratsjá markaðsstofanna hófst 18. nóvember, þar sem allar sjö markaðsstofur landsins taka þátt í þriggja mánaða sameiginlegu fræðslu- og þróunarverkefni. Þetta er í fyrsta sinn sem Ratsjáin er keyrð á landsvísu, en hingað til hefur hún verið ætluð fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Markmiðið er að efla samræmda, sjálfbæra og sameiginlega þróun á sviðum sem snerta alla landshluta, óháð stærð eða staðsetningu.

Verkefnið undirstrikar mikilvægi samstarfs í ferðaþjónustu, þar sem sameiginleg sýn, þekkingarmiðlun og þverfaglegt vinnulag styrkja þróun, nýsköpun og áhrif gagnvart stjórnvöldum og samstarfsaðilum. Þemun sem unnið er með byggja á greiningu á helstu áskorunum og tækifærum greinarinnar og snúa m.a. að nýsköpun, hönnun og upplifun, sjálfbærni og stefnumótun.

Ratsjá Markaðsstofanna 2025 er þannig ferli sem stuðlar að skýrari, sterkari og framtíðarmiðaðri ferðaþjónustu fyrir allt landið.

Read More
Litlu skrefin sem skapa stóran ávinning
Tanja Ýr Tanja Ýr

Litlu skrefin sem skapa stóran ávinning

Litlu skrefin skapa stærstu umbreytingarnar.
Ný rannsókn meðal tíu ferðaþjónustufyrirtækja víðs vegar um landið sýnir að einfaldar, markvissar aðgerðir – skýrari upplýsingagjöf, fyrirsjáanlegra þjónustuferli og sterkari mannleg tengsl – geta bætt rekstur, aukið ánægju gesta og styrkt samfélög. Rannsóknin, unnin í samstarfi við aðila ferðaþjónustunnar og Háskóla Íslands, dregur fram að litlar umbætur og valdeflt starfsfólk eru oft stærsti ósýnilegi auður fyrirtækja. Með því að velja fá, skýr og framkvæmanleg markmið og hvetja teymi til þátttöku geta fyrirtæki byggt upp stöðugri, ánægjulegri og sjálfbærari starfsemi – skref fyrir skref.

Read More
Grindavík - Saman í sókn
Tanja Ýr Tanja Ýr

Grindavík - Saman í sókn

Grindavík - Saman í sókn

Verkefnið Grindavík – Saman í sókn var formlega sett af stað 12. nóvember þegar 21 fyrirtæki í Grindavík komu saman í Gjánni til að hefja sameiginlega vinnu að endurreisn og framtíðarsókn atvinnulífs bæjarins. Á fundinum ríkti sterkur vilji, samstaða og bjartsýni, og þátttakendur leggja nú upp í sex vinnulotur sem munu kortleggja tækifæri, greina þarfir og móta sameiginlega framtíðarsýn. Verkefnið, sem unnið er í samstarfi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Markaðsstofu Reykjaness, Grindavíkurbæjar og Íslenska ferðaklasans, hefur það að markmiði að efla rekstrarhæfni, skapa ný tækifæri og styrkja fjölbreyttar stoðir atvinnulífs Grindavíkur með framsýni og nýsköpun að leiðarljósi.

Read More
Ferðaklasinn 10 ára í ár – Taktu þátt í þróuninni
Tanja Ýr Tanja Ýr

Ferðaklasinn 10 ára í ár – Taktu þátt í þróuninni

Í haust fagnar Ferðaklasinn 10 ára afmæli og í tilefni þess verður gefið út afmælisrit þar sem litið verður yfir áhrif og þróun ferðaþjónustunnar frá stofnun klasans árið 2015. Ritið mun varpa ljósi á lykiláherslur á borð við sjálfbærni, nýsköpun, samkeppnishæfni og mikilvægi vistkerfisins fyrir samfélag og efnahag.

Til að tryggja að efnið endurspegli raunverulega stöðu og framtíð greinarinnar leitum við til þín. Við biðjum þig að taka þátt í stuttri viðhorfskönnun sem tekur einungis 5 mínútur. Þín sýn skiptir máli og mun nýtast við að móta framtíðina.

📊 Taktu þátt hér: https://www.surveymonkey.com/r/WTSVNL9

Ef þú ert ekki aðildarfélagi, samstarfsaðili eða þátttakandi í verkefnum Klasans getur þú sleppt þeim spurningum og einblínt á samkeppnishæfni greinarinnar.

Takk fyrir að vera hluti af þessari vegferð – við hlökkum til að fagna með þér!

Read More
Taktu þátt í Phoenix 4.0!
Tanja Ýr Tanja Ýr

Taktu þátt í Phoenix 4.0!

Lítil og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki geta nú sótt um þátttöku í Phoenix 4.0 – alþjóðlegu verkefni styrktu af Evrópusambandinu. Verkefnið býður upp á sérsniðna þjálfun, handleiðslu, tengslamyndun og möguleika á styrkjum að upphæð allt að €25.000 til að hrinda nýsköpunarhugmyndum í framkvæmd.

Read More