Skráning hafin á Ferðatæknimótið 2026
Skráning hafin á Ferðatæknimótið sem Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn í samstarfi við EDIH - Miðstöð stafrænnar nýsköpunar, halda þann 14. janúar næstkomandi kl. 15:00 á Hilton Reykjavik Nordica Hotel.
Stefnumót fyrirtækja um ferðatækni, sjálfbærni og öryggi
Ferðatæknimót tengir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra aðila úr atvinnulífinu í gegnum örstefnumót. Mótið er vettvangur fyrir fyrirtæki sem leita eftir eða bjóða fram ráðgjöf og lausnir fyrir ferðaþjónustuna. Þar er fjallað um fjölbreyttar lausnir sem styðja við ferðatækni og aðra starfræna þróun, með áherslu á sjálfbærni og öryggi innan greinarinnar.
Markmið viðburðarins eru að:
Leiða saman ferðaþjónustufyrirtæki og tækni-, sjálfbærni og öryggisfyrirtæki
Stuðla að stafrænni þróun og markvissri notkun á tækni í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, öllum til hagsbóta
Hvetja ferðaþjónustufyrirtæki til að kynna sér þær lausnir og tækni sem eru í boði
Bjóða tækni, sjálfbærni og öryggisfyrirtækjum upp á vettvang til að kynna sínar lausnir og þjónustu
Dagskrá
15:00 Húsið opnar
15:15 Stefnumót hefjast
7x15 mínútna fundir fara fram á 1:45klst.17:00 Dagskrá lýkur
Skráning:
Skráning fer fram á sérstökum vef viðburðarins og þar eru allar nánari upplýsingar.
EDIH-IS er samstarfsaðili að þessum viðburði en EDIH-IS er samstarfsvettvangur sem hefur það að markmiði að styðja við stafræna nýsköpun og þróun hjá íslenskum fyrirtækjum og opinberum aðilum.

