Sögur 

Lof mér að leiða þig um landið mitt
Tanja Ýr Tanja Ýr

Lof mér að leiða þig um landið mitt

Lof mér að leiða þig um landið mitt
Í tæplega 50 ár hefur Erlingsson Naturreisen leitt þýskumælandi ferðamenn um Ísland með áherslu á upplifun, sögu og menningu. Fyrirtækið, stofnað af Herði Erlingssyni árið 1980, hefur þróast frá leiðsögn með hópa yfir í fjölbreytta ferðaþjónustu með bílaleigupökkum í forgrunni. Með lítilli en öflugri starfssemi í miðborg Reykjavíkur leggur teymið áherslu á gæði, traust og nýsköpun í takt við breytta tíma og sjálfbær framtíð.

Read More
Rótgróin nýsköpun í ábyrgri ferðaþjónustu
Tanja Ýr Tanja Ýr

Rótgróin nýsköpun í ábyrgri ferðaþjónustu

GJ Travel – Rótgróin nýsköpun í ábyrgri ferðaþjónustu
Frá fjallabílum á hálendinu til nærandi ferðaþjónustu – GJ Travel hefur í yfir 90 ár verið brautryðjandi í íslenskri ferðaþjónustu. Með sjálfbærni og öryggi í forgrunni býður fyrirtækið upp á fjölbreytta þjónustu innanlands og erlendis, og er virkur þátttakandi í nýsköpunarverkefnum á borð við CE4RT og Katla Carbon. Með rætur í sögu og augun á framtíðinni vinnur GJ Travel að ferðalögum sem skilja eftir sig jákvæð áhrif – fyrir náttúru, samfélag og komandi kynslóðir.

Read More
Lítil skip fyrir litla staði
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Ásta Kristín Sigurjónsdóttir

Lítil skip fyrir litla staði

Lítil skip fyrir litla staði

Upplifun fyrir gesti sem fá í gegnum markvissa fræðslu að taka þátt í jákvæðri uppbyggingu á þeim stöðum sem þeir heimsækja. Verkefni einsog að hreinsa fjörur, kaupa staðbundnar vörur og þjónustu, hjálpa nærsamfélögum og fræðast um íslenska menningu og sögu.

Read More
Þar sem jörðin lifnar við: Vettvangsnám og nærandi ferðaþjónusta með sjálfbærni að leiðarljósi
Tanja Ýr Tanja Ýr

Þar sem jörðin lifnar við: Vettvangsnám og nærandi ferðaþjónusta með sjálfbærni að leiðarljósi

GeoCamp Iceland, hefur frá árinu 2009 tengt saman menntun, rannsóknir og ferðaþjónustu með áherslu á vettvangsnámi og sjálfbærni. Fyrirtækið tekur á móti fjölmörgum erlendum náms- og kennarahópum sem sækja sér þekkingu í einstakt jarðfræðilegt umhverfi Reykjaness. Með áherslu á útinám, nýsköpun og dýpri tengingu við náttúruna er GeoCamp leiðandi í þróun nærandi ferðaþjónustu sem stuðlar að aukinni meðvitund um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð.

Read More