Þar sem jörðin lifnar við: Vettvangsnám og nærandi ferðaþjónusta með sjálfbærni að leiðarljósi

GeoCamp Iceland  

GeoCamp Iceland var stofnað árið 2009 með það að markmiði að tengja fræðslu, rannsóknir og ferðaþjónustu í gegnum vettvangsnám og útikennslu. Fyrirtækið er með starfsstöð á Reykjanesi og tekur árlega á móti hundruðum erlendra nemenda og kennara sem sækja sér innblástur og þekkingu í íslenska náttúru.  

Það áhugaverðasta: 

GeoCamp Iceland sérhæfir sig í móttöku erlendra náms- og rannsóknahópa, einkum frá háskólum og framhaldsskólum, ásamt því að styðja við þróun útináms og þjálfun kennara innan Reykjanes UNESCO Global Geopark. Verkefnin snúast um sjálfbærni, jarðvísindi, loftslagsmál og nýsköpun í menntun. Í stað hefðbundinna ferða er lögð áhersla á dýpri tengingu við náttúruna, þar sem fræðsla og samvinna við kennara og stofnanir mótar upplifunina. GeoCamp er jafnframt virkur þátttakandi í menntaverkefnum innanlands og erlendis, þar sem ferðaþjónusta og menntun fléttast saman í skapandi lausnir.

„Við finnum fyrir vaxandi áhuga á nærandi ferðaþjónustu meðal nemenda- og kennarahópa okkar,  þar sem ferðalagið snýst ekki aðeins um að sækja landið heim heldur að skapa djúpstæðar tengingar við bæði náttúru og samfélag.“



Hvar má fylgjast með? 

www.geocamp.is 

facebook.com/geocampiceland

Instagram.com/geocampiceland

Previous
Previous

Lítil skip fyrir litla staði