Lof mér að leiða þig um landið mitt

Erlingsson Naturreisen (Ferðaskrifstofa Harðar Erlingssonar)

í tæp 50 ár eða allt frá 1980 höfum við hjá Erlingsson Naturreisen orðið þeirra gæfu njótandi að leiða gesti um landið okkar fagra. Fyrirtækið er stofnað af Herði Erlingssyni sem ungur var beðin um að leiðgsegja fyrir þýska ferðamenn, sumarstarfið þróaðist svo með tímanum yfir í eigin rekstur og að lokum ævistarf.

Í upphafi var fyrst og fremst farið með hópa um landið en samhliða þróun í ferðaháttum og auknu sjálfstæði ferðamanna eru hópar núna ca. 20% af starfseminni og bílaleigupakkar um 80%. Áherslan hefur alla tíð verið að njóta og upplifa, fara sér hægt og kynnast sögu og menningu landsins. 

Við erum lítið 4 manna teymi staðsett í miðborg Reykjavíkur og þjónustum fyrst og fremst þýskumælandi markaðinn. 

Á okkar tæplegu hálfrar aldar ævi erum við stolt af því að hafa haldið sterkum tengslum við kjarnann okkar þar sem virðing, gæði og traust eru í forgrunni um leið og við tökum nýsköpun og tækniþróun fagnandi þar sem sveigjanleiki er í forgrunni. 

Eins og við leiðum okkar gesti í gegnum land, sögu og menningu þjóðar þá leiðir Ferðaklasinn okkur í áskorunum nútímans og styður okkur til að mynda í verkefnum sem snúa að sjálfbærni, tækniþróun og stuðlar að sterkari tengslamyndun.

Next
Next

Rótgróin nýsköpun í ábyrgri ferðaþjónustu