PHOENIX 4.0

PHOENIX 4.0

Mikilvægar dagsetningar:

Stuðningur með áherslu á sjálfbærni, stafræna umbreytingu og seiglu.

PHOENIX 4.0 – Sjálfbærni, stafræn þekking og seigla ferðaþjónustunnar.

PHOENIX 4.0 hefur það að markmiði að styðja lítil og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki til að fá aðgang að fjármagni, sérfræðiaðstoð og þekkingu. Jafnframt er markmiðið að stuðla að samstarfi sem styður við þróun og innleiðingu nýrra lausna fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem standa frammi fyrir margs konar breytingum og áskorunum.

Hverskonar verkenfi eru styrkt?

Í samstarfi við PHOENIX 4.0 geta fyrirtæki sótt um fjármögnun samstarfsverkefna. Bæði getur verið um að ræða verkefni sem einvörðungu ferðaþjónustuaðilar taka þátt í, eða verkefni sem fara þvert á geira. Þetta er hluti af svonefndu “Alliance Initiative” Evrópusambandsins, þar sem hvatt er til  samþættra lausna, aðkomu og lausna með sérfræðingum og stuðnings við raunhæf verkefni.

Hver getur sótt?

Ferðaþjónustufyrirtæki (SME – lítil og meðalstór) frá eftirtöldum löndum: Frakklandi, Íslandi, Slóveníu, Spáni, Kósóvó og Dubrovnik (Króatíu).

Samstarfsaðilar geta verið önnur ferðaþjónustufyrirtæki, en einnig  samtök innan ferðaþjónustunnar opinberar stofnanir, hönnunarfyrirtæki, tæknifyrirtæki, aðilar sem bjóða sjálfbærnilausnir og aðrir sem styrkja verkefnið í framkvæmd.

Hvernig verkefni eru studd?

Umsóknir verða að byggjast á samstarfi 2-5 aðila (1 leiðandi umsækjandi + 1–4 samstarfsaðilar). Byggt er á því að meiri áhrif og betri lausnir komi fram þegar ólík fyrirtæki og sérfræðingar vinna saman að markvissum verkefnum.

Áherslu- og þemaverkefni

Verkefnin skulu taka á áskorunum sem skipta máli fyrir ferðaþjónustuna, þar á meðal:

  • Sjálfbærni

  • Stafræn umbreyting

  • Aðgengi

  • Áhættustjórnun

  • Markaðsþróun og útvíkkun á mörkuðum

Fjárhagslegur stuðningur

  • Styrkur á hvert verkefni: €25.000 (um 4 millj. kr. ~)

  • Um 45 samstarfsverkefni verða studd í heild

  • Ekki er krafist mótframlags frá umsækjendum

  • Styrkurinn er 100% (greiddur eftir framvindu, ekkert mótframlag)

  • Gert er ráð fyrir að verkefnin séu yfirleitt til 9 mánaða og áætluð frá júlí 2026 til mars 2027

Umsóknarferlið skiptist í þrjú meginskref:

  1. Skráning og hæfismat

  2. Skil tæknilegrar umsóknar (með fjárhagsáætlun og samstarfssamningi)

  3. Kynning verkefna á Demo Day (rafræn kynning á lands- eða svæðisvísu)

Verkefnin eru metin af óháðum sérfræðingum út frá gæðum, nýsköpun, samstarfi, sjálfbærni og árangri.

Umsóknarsíða

Next
Next

Ábyrg Ferðaþjónusta