
Hvernig mælum við raunverulegan árangur í ferðaþjónustu?
Ferðaklasinn fær styrk frá Rannís úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til rannsóknar á tengslum sjálfbærni og rekstrarhagkvæmni í ferðaþjónustu. Verkefnið snýst um að greina hvernig sjálfbærar lausnir geta aukið arðsemi og styrkt ímynd fyrirtækja í greininni ásamt því að endurskilgreina áhrif og arðsemi á fleiri þætti en einungis fjárhagslega.