Bjóðum Önnu Katrínu velkomna!

Anna Katrín Einarsdóttir – nýr og öflugur liðsauki hjá Ferðaklasanum

Framundan eru spennandi tímar og það gleður okkur sérstaklega að kynna Önnu Katrínu Einarsdóttur sem nýjan liðsmann í Ferðaklasanum. Hún kemur inn með dýrmæta reynslu, jafnvægi og góða nærveru sem mun tvímælalaust styrkja starf okkar á næstu misserum.

Anna Katrín starfaði á árunum 2015-2019 hjá Stjórnstöð ferðamála og hjá Atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu (frá 2019-2023), í ólíkum stefnumarkandi verkefnum sem hafa haft mikil áhrif á þróun ferðaþjónustunnar. Hún vann við innleiðingu forgangsverkefna Vegvísisins hjá Stjórnstöðinni og tók síðar þátt í gerð aðgerðaáætlunar fyrir ferðaþjónustuna á vegum Menninga, viðskipta og ferðamálaráðuneytisins. Þessi samsetning – stefnumótun, framkvæmd og samstarf við ólíka hagaðila gerir hana afar vel í stakk búna til að takast á við þau verkefni sem bíða.

Hún bætir við teymið skýrri sín, mikilli fagmennsku og þeirri hæfni að halda ró þegar verkefnin eru mörg og snúin. Auk þess er hún einstaklega skemmtilegur félagi.

Við hlökkum til að vinna með Önnu Katrínu og bjóðum hana innilega velkomna í hópinn! Með henni styrkjum við enn frekar getu okkar til að leiða nýsköpun, sjálfbærni og áframhaldandi uppbyggingu í íslenskri ferðaþjónustu.

Ef þið viljið senda Önnu línu þá er netfangið anna.katrin@icelandtourism.is 

Next
Next

Samtal um framtíð ferðaþjónustu í Ölfus