Seigla, samstarf og framtíð ferðaþjónustu
Alþjóðlegt verkefni – fjárhagsleg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki
Tækifæri framundan: Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem vilja efla sjálfbærni, seiglu og tæknilega færni ættu að fylgjast vel með þegar opnað verður fyrir umsóknir um styrki úr PHOENIX en umsóknarfrestur opnar 15 janúar og líkur 15.mars.
Í byrjun desember var Ísland vettvangur tveggja daga fundar PHOENIX 4.0 stýrihópsins, þar sem samstarfsaðilar víðs vegar að úr Evrópu komu saman til að móta næstu skref í verkefni sem styður ferðaþjónustufyrirtæki í grænum og stafrænum umbreytingum.
Fundurinn var ekki aðeins hefðbundinn samstarfsfundur heldur lifandi vettvangur lærdóms. Gestir heimsóttu Reykjanesskaga, Grindavík og Bláa lónið og fengu innsýn í hvernig íslensk ferðaþjónusta vinnur með öryggi, seiglu, hringrásarhagkerfi og samfélagslega ábyrgð í raunverulegum aðstæðum. Sérstaka athygli vakti hvernig allt starfsfólk Bláa lónsins er virkt í neyðar- og viðbragðsáætlunum, skýr dæmi um seiglu í verki og þökkum við bæði Markaðsstofu Reykjaness og Bláa lóninu fyrir sérstaklega hlýjar móttökur og skýra sýn á framtíðina.
Á fundinum var einnig haldin vinnustofa um næsta "Open Call PHOENIX", þar sem fyrirtækjum í ferðaþjónustu og tendum greinum mun bjóðast fjárstuðningur auk handleiðslu, þjálfunar og aðgangs að sérfræðingum um alla evrópu.

