Ferðaþjónustuvikan 13.–15. janúar
Þar sem framtíð ferðaþjónustunnar er rædd og mótuð
Ferðaþjónustuvikan fer fram dagana 13.–15. janúar 2026 þar sem stoðkerfi ferðaþjónustunnar tekur höndum saman í metnaðarfullu samstarfi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Vikan hefst með nýársmálstofu ferðaþjónustunnar þann 13. janúar, þar sem ráðherra setur vikuna formlega. Viðburðurinn fer fram í höfuðstöðvum KPMG og er haldinn í samstarfi KPMG, Ferðaklasans og SAF. Við óskum eindregið eftir því að aðilar í ferðaþjónustu svari spurningakönnun sem síðan verður rýnd og rædd á fundinum. Könnunina má finna hér.
Miðvikudaginn 14. janúar verður boðið upp á alvöru hlaðborð viðburða á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður meðal annars fjallað um:
gervigreind og hagnýtingu tækni
markaðsmál og samtal við ferðamanninn
öryggi og seiglu
menningar- og sögutengda ferðaþjónustu
hraðstefnumót um ráðstefnuhald, ferðatækni, öryggi og sjálfbærni
Ferðaþjónustuvikunni lýkur svo með Mannamótum – þar sem fyrirtæki af landsbyggðinni heimsækja höfuðborgina og bjóða upp á sannkallaða veislu í Krónunum í Kópavogi.

