Ferðaklasinn 10 ára í ár – Taktu þátt í þróuninni

Við fögnum 10 ára afmæli Ferðaklasans í haust og vinnum nú að útgáfu nýs afmælisrits þar sem litið er yfir hlutverk Ferðaklasans í jákvæðri þróun ferðaþjónustu frá árinu 2015, vöxt og viðgang greinarinnar í heild, áherslur á sjálfbærni, nýsköpun og samkeppnishæfni en ekki síður mikilvægi vistkerfisins fyrir efnahag, byggðir og samfélagsauð. 

Til að ritið endurspegli raunverulega stöðu og framtíð greinarinnar óskum við eftir þinni þátttöku í stuttri viðhorfskönnun. Hún tekur aðeins um 5 mínútur og veitir okkur dýrmæt gögn til að móta næsta áratug í ferðaþjónustu.

📊 Taktu þátt í könnuninni hér

Takk fyrir að vera hluti af vegferðinni. Við hlökkum til að fagna með ykkur!

Ef þú ert ekki aðildarfélagi að Ferðaklasanum, samstarfsaðili eða þátttakandi í verkefnum á vegum Klasans þá getur þú stokkið yfir þær spurningar og svarað einungis þeim sem snúa beint að samkeppnishæfni greinarinnar. 

Next
Next

Taktu þátt í Phoenix 4.0!