Taktu þátt í Phoenix 4.0!

Ert þú með lítið eða meðalstórt ferðaþjónustufyrirtæki og vilt styrkja stöðu þína með sjálfbærni, nýsköpun og alþjóðlegum tengslum? Þá er Phoenix 4.0 verkefnið fyrir þig!


Ferðaþjónustufyrirtæki og tengd starfsemi á Íslandi geta nú sótt um þátttöku í nýju evrópsku verkefni – Phoenix 4.0. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og miðar að því að styðja lítil og meðalstór fyrirtæki (SME) í ferðaþjónustu til að verða sterkari, grænni og meira skapandi í gegnum nýsköpun og þjálfun.

Þátttakan er alfarið ókeypis og aðeins 130 fyrirtæki víðs vegar um Evrópu verða valin til þátttöku. Þau fá aðgang að persónulegri handleiðslu og sérsniðnum þjálfunarleiðum sem eru leiddar af sérfræðingum í Evrópu. Markmiðið er að efla sjálfbærni, stafræna umbreytingu, markaðssetningu og seiglu – auk þess sem þátttakendur fá aðgang að gögnum og mikilvægum verkfærum.


Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu geta einnig sótt um styrk sem nemur frá 15-25.000 evrum, eða um 2 – 3,8 milljónum íslenskra króna, til að hrinda nýjum verkefna hugmyndum í framkvæmd.


Skilyrði fyrir þátttöku:

  • Færri en 250 starfsmenn

  • Árleg velta undir 50 milljónum evra

  • Fjárhagslegt sjálfstæði

  • Fyrirtækið þarf að vera staðsett í viðurkenndu þátttökulandi (Ísland er meðtalið)

Hvernig sækir þú um?

  1. Skráðu þig á umsóknarformi verkefnisins

  2. Ljúktu við Resilience Navigator Tool – stafrænt sjálfsmat sem veitir gagnlega innsýn.

Umsóknarfrestur stendur yfir og PHOENIX Academy hefst í október 2025.

Allar nánari upplýsingar má finna á phoenix4tourism.eu eða með því að senda tölvupóst á:
📩 icelandtourism@icelandtourism.is

Previous
Previous

Ferðaklasinn 10 ára í ár – Taktu þátt í þróuninni

Next
Next

Hvernig mælum við raunverulegan árangur í ferðaþjónustu?