Ferðaþjónustan – drifkraftur íslensks efnahagslífs síðasta áratuginn
Í tilefni af 10 ÁRA AFMÆLI ÍSLENSKA FERÐAKLASANS hefur Íslenski ferðaklasinn gefið út skýrslu unna af Konráði S. Guðjónsyni hagfræðingi, sem dregur fram áhrif ferðaþjónustu á þjóðarbúið á árunum 2015–2025.
Konráð S. Guðjónsson
Hagfræðingur og höfundur skýrslunnar „Fótspor Ferðaklasans í 10 ár“.
Niðurstöðurnar staðfesta að FERÐAÞJÓNUSTAN HEFUR Á SÍÐASTA ÁRATUGNUM VERIÐ EIN MIKILVÆGASTA GRUNNSTOÐ ÍSLENSKS EFNAHAGSLÍFS OG SAMFÉLAGS.
Eftir fjármálahrunið 2008 var það FERÐAÞJÓNUSTAN SEM LEIDDI HRAÐA ENDERESIN LANDSINS. Frá 2009 hefur hlutur hennar í útflutningstekjum vaxið úr 20% í nærri þriðjung.
Samhliða 48% RAUNVEXTI ÚTFLUTNINGS frá 2010 hefur landsframleiðsla aukist um 46% og hefur ferðaþjónustan átt stóran þátt í þeirri þróun.
Skýrslan sýnir jafnframt að framleiðni í ferðaþjónustutengdum greinum hefur aukist um 12% frá 2015 og er nú komin á meðaltal hagkerfisins. Greinin hefur skapað þúsundir starfa um allt land og tryggt sambærileg launakjör við aðrar atvinnugreinar. Með þessu hefur ferðaþjónustan lagt sitt af mörkum til að efla byggðir landsins og fjölga tækifærum á landsbyggðinni.
Þrátt fyrir sveiflur heimsfaraldursins og hátt raungengi krónunnar hefur greinin sýnt MIKLA SEIGLU. Hún hefur ekki aðeins tryggt gjaldeyristekjur heldur einnig styrkt aðra geira samfélagsins - allt frá hugverkaiðnaði og fjármálastarfsemi til menningar og sjávarútvegs.
„Það sem blasir við er að FERÐAÞJÓNUSTAN ER EKKI BARA EIN ATVINNUGREIN - HÚN ER STOÐKERFI SEM TENGIST NÆR ÖLLUM ÖÐRUM GEIRUM SAMFÉLAGSINS. ÁHRIFIN Á ÞJÓÐARBÚIÐ SÍÐASTA ÁRATUGINN HAFA VERIÐ AFGERANDI,“ segir í skýrslunni.
Á tíu árum hefur ferðaþjónustan þannig þróast úr því að vera vaxandi ný atvinnugrein yfir í að verða BURÐARÁS ÍSLENSKS EFNAHAGSLÍFS. Hún hefur eflt samkeppnishæfni Íslands á heimsvísu og lagt grunn að sjálfbærri framtíð með aukinni verðmætasköpun og nýsköpun.
10 ÁR Í TÖLUM:
1/3 af útflutningstekjum Íslands kemur nú úr ferðaþjónustu
48% raunvöxtur í útflutningi frá 2010 - 46% aukning í landsframleiðslu
Þúsundir starfa hafa orðið til um allt land
Framleiðni hækkað um 12% frá 2015 - komin á meðaltal hagkerfisins
Þrátt fyrir COVID og hátt raungengi hefur greinin sýnt EINSTAKA SEIGLU
✨ Ferðaþjónustan er ekki bara atvinnugrein – hún er STOÐKERFI sem tengist öllum geirum samfélagsins og hefur verið BURÐARÁS íslensks efnahagslífs síðustu 10 ár.
Á næstu dögum birtast fleiri fréttir af afmælisfögnuðinum.