Framtíð ferðaþjónustu: Gervigreind, sjálfbærni og áhrif ferðahegðunar

Samspil tækni og ferðahegðunar

Á EHL Open Innovation Summit sem fram fór í Sviss í maí, ræddu Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaklasans, og Milena S. Nikolova, sérfræðingur í hegðun og stofnandi BehaviorSMART, við blaðamann Hospitalitynet um hvernig gervigreind og hegðunarrannsóknir geta sameinast til að móta framtíð ferðalaga.

Gervigreind, eins og ChatGPT, er líkleg til að hafa djúpstæð áhrif á hvernig við látum okkur dreyma, hvernig við skipuleggjum og upplifum ferðalög. Mikilvægt er þó að tækni styrki – en rýri ekki – mannlega þáttinn og upplifun gesta.

Einnig var rætt hvernig við þurfum að endurhugsa árangur í ferðaþjónustu: Hversu mikils virði er ánægja íbúa, náttúruvernd og velferð samfélagsins – í stað þess að einblína einungis á tekjur og fjölda gesta.

„Það er kominn tími til að spyrja samfélögin sjálf: Hvað þarf til þess að ykkar staður dafni og hvað viljið þið að ferðaþjónusta sé í ykkar nærumhverfi?“

Sjá viðtalið hér. 🔗

Previous
Previous

Hvernig mælum við raunverulegan árangur í ferðaþjónustu?

Next
Next

📢 Ný áfangaskýrsla Ratsjárinnar: Sjálfbær og nærandi ferðaþjónusta í brennidepli