Hvernig mælum við raunverulegan árangur í ferðaþjónustu?
Ferðaklasinn fær styrk frá Rannís úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til rannsóknar á tengslum sjálfbærni og rekstrarhagkvæmni í ferðaþjónustu. Verkefnið snýst um að greina hvernig sjálfbærar lausnir geta aukið arðsemi og styrkt ímynd fyrirtækja í greininni ásamt því að endurskilgreina áhrif og arðsemi á fleiri þætti en einungis fjárhagslega.
Framtíð ferðaþjónustu: Gervigreind, sjálfbærni og áhrif ferðahegðunar
Hvernig getur gervigreind styrkt upplifun ferðamanna án þess að veikja mannlega þáttinn? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Milena S. Nikolova ræða framtíð ferðaþjónustu með áherslu á hegðun, sjálfbærni og nýsköpun.
📢 Ný áfangaskýrsla Ratsjárinnar: Sjálfbær og nærandi ferðaþjónusta í brennidepli
Ratsjáin 2025 leiddi saman 58 fyrirtæki í framsækið og hagnýtt ferli með áherslu á sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu. Í nýútkominni áfangaskýrslu má sjá hvernig þátttakendur dýpkuðu þekkingu sína, þróuðu eigin stefnu og styrktu tengslanet sitt – í takt við markmið Ferðamálastefnu 2030.
Ratsjáin rýkur af stað með fjölda þátttakenda um allt land
Ratsjáin fer af stað í áttunda skiptið með 62 þátttakendum víðsvegar af landinu. Verkefnið leggur áherslu á sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu og er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda fyrir framtíð íslenskrar ferðaþjónustu. Samhliða Ratsjánni hefst einnig samstarf Íslenska ferðaklasans og Háskólans í Reykjavík, þar sem nemendur veita fyrirtækjum sérsniðna sjálfbærniráðgjöf.
The Nordic Regenerative Tourism Conference 2025 Regenerative Tourism – Realism or Wishful Thinking?
Lokaráðstefna NorReg verður haldin á Siglufirði og Hólum. Í dagskránni verður leitast við að veita innsýn inn í forsendur nærandi ferðaþjónustu og tengsl hennar og uppruna í öðrum atvinnugreinum, s.s. landbúnaði og hönnun. Kynnt verða dæmi um starfsemi sem fellur að markmiðum nærandi ferðaþjónustu og rætt um hvernig megi tryggja þá sýn sem þessi nálgun byggir á í mótun atvinnugreinarinnar til framtíðar.
Ferðaþjónustan til móts til nýtt ferðaþjónustuár
Ferðaþjónustan hóf nýtt ár með krafti á árlegri Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar, þar sem rædd voru áhrif tækni, gervigreindar og samkeppnishæfni greinarinnar. Nýskipaður ráðherra ferðamála ávarpaði gesti, og niðurstöður viðhorfskönnunar KPMG varpa ljósi á áskoranir og tækifæri ferðaþjónustunnar árið 2025.
Á grunni sjálfbærni og ábyrgrar ferðaþjónustu í nær 100 ár
Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu fór fram í Grósku 15. janúar 2024 og var hluti af Ferðaþjónustuvikunni. Viðburðurinn, sem dró fram áherslur á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð, vakti athygli með verðlaunaafhendingu, kynningum fyrirtækja og sófaspjalli um nærandi ferðaþjónustu.

