Sjálfbærni, nýsköpun og ferðatækni
Áherslur Ferðaklasans
NÝSKÖPUN
Nýsköpun er lykill að breytingum og vexti fyrirtækja. Mikilvægt er að innleiða hana á öllum stigum, sérstaklega hjá fyrirtækjum með lengri sögu. Verkfæri Íslenska ferðaklasans hafa reynst ferðaþjónustunni vel og eru sífellt í þróun til að hámarka árangur og verðmætasköpun.
SJÁLFBÆRNI
Sjálfbær og nærandi ferðaþjónusta er eitt af kjarnaverkefnum Ferðaklasans. Forsendur nærandi ferðaþjónustu eru velsæld og jafnvægi. Fólk, þ.m.t. starfsfólk og rekstraraðilar
ferðaþjónustufyrirtækja, er órjúfanlegur hluti af náttúrulegu og samfélagslegu samhengi.
Tækni og framfarir eru lykilþættir í samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Mikilvægt er að tengja tæknifyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki saman til að bæta skilvirkni, þjónustu og auka rekstrarlegan ábata.
FERÐATÆKNI
Ferðaþjónustan – drifkraftur íslensks efnahagslífs síðasta áratuginn
Í tilefni af 10 ÁRA AFMÆLI ÍSLENSKA FERÐAKLASANS hefur Íslenski ferðaklasinn gefið út skýrslu unna af Konráði S. Guðjónsyni hagfræðingi, sem dregur fram áhrif ferðaþjónustu á þjóðarbúið á árunum 2015–2025.
Aðildarflokkar Íslenska Ferðaklasans
Hlutverk íslenska ferðaklasans er að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu.
Íslenski ferðaklasinn hyggst ná markmiðum sínum með skilgreindu verkefnamiðuðu samstarfi.
VERKEFNIN SNÚA AÐ:
Alþjóðatengingum og sókn
Fréttir Ferðaklasans
Framtíðarsýn og tilgangur 2021-2025
Virðisauki
Íslenski ferðaklasinn stuðlar að aukinni samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu með verkefnadrifnu samstarfi þar sem verðmætasköpun og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Samstarf ólíkra aðila leiðir af sér aukið virði fyrir þátttakendur og samfélagið
Gildi og æðakerfi Íslenska ferðaklasans
Ábyrgð – Hæfni – Áhrif - Samvinna
Framtíðarsýn
Ferðaþjónusta er til á forsendum íslensks samfélags sem styður við aukin lífsgæði og auknar efnahagslegar, samfélagslegar og umhverfislegar framfarir.
Klasakort
Klasakort íslenskrar ferðaþjónustu sýnir víðtækt vistkerfi atvinnugreinarinnar þar sem margir ólíkir aðilar vinna saman. Í þessu klasakorti eru ýmsir kjarnahlutar ferðaþjónustunnar sýndir, eins og flutningsaðilar, gisting, afþreying og ferðaskrifstofur/ferðasalar. Kortið tengir einnig saman tengda klasa eins og upplýsingatækni, landbúnað, matvælaiðnað, heilbrigðisþjónustu, orku og sjávarútveg.
Á klasakortinu er lögð áhersla á tengsl milli ferðaþjónustufyrirtækja og annarra tengdra atvinnugreina sem skapa stuðningsumhverfi fyrir greinina. Ákveðin stoðþjónusta, eins og menntun, þjálfun, rannsóknir, hönnun og fjármálastofnanir, gegnir einnig mikilvægu hlutverki. Áfangastaðaskrifstofur og stjórnvöld koma að málum með skipulag og stefnumótun sem dæmi
Svipmyndir frá starfsemi Íslenska Ferðaklasans frá upphafi























































































Íslenski Ferðaklasinn er verkefnadrifið samstarf ólíkra fyrirtækja. Hlutverk félagsins er að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónstu.
Einkunnarorð okkar eru drifkraftur, frumkvæði og samvinna.
Í tilefni af 10 ára afmæli hefur Íslenski ferðaklasinn gefið út nýja skýrslu eftir Konráð S. Guðjónsson hagfræðing. Hún dregur fram áhrif ferðaþjónustu á þjóðarbúið 2015–2025 og sýnir hvernig greinin hefur orðið burðarás íslensks efnahagslífs.